Hátíðarkvöldverður
Í gær var hátíðarkvöldverður með nemendum í 10. bekk. Foreldrarnir höfðu skreytt salinn, undirbúið matinn og þjónuðu til borðs. Nokkur atriði voru á dagskrá, Ólöf sá um foreldraræðuna, Þórdís Anja söng mjög fallega, myndasýningar, ræða frá Sigurbjörgu skólastjóra og viðurkenningar sem nemendur kusu nemendur. Síðan héldu nemendur á árshátíðarball í Stapa þar sem Páll Óskar hélt uppi stuði. Frábært kvöld og við þökkum foreldrunum kærlega fyrir þeirra þátt.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.