12. apríl 2024

Hátíðarkvöldverður 10. bekkjar

Hátíðarkvöldverður 10. bekkjar

Hátíðarkvöldverður 10. bekkjar

 

Einn af hápunktum í skólastarfi Akurskóla er hátíðarkvöldverður 10. bekkjar. Þar eiga nemendur og starfsfólks Akurskóla notalega kvöldstund saman. Foreldrar sjá um veitingar og skreytingar á sal skólans og í ár var öllu tjaldað til. Salurinn var glæsilegur og veitingarnar ljúffengar. Dagskráin var einstaklega skemmtileg en tveir nemendur, þeir Ísak Máni Karlsson og Olaf Michal Gocel, léku á rafmagnsgítar með glæsibrag. Mikael Máni Hjaltason og Birta Rós Vilbergsdóttir héldu ávarp nemanda sem snart við mörgum. Þór Daðason og Thelma Nótt Hjaltadóttir voru kynnar kvöldsins og stóðu sig með prýði. Einnig hélt Sigurbjörg Róbertsdóttir ávarp til nemanda. Nemendur fengu minningabók frá árunum sínum í Akurskóla og árituðu nafn sitt eða kveðju í bók hvors annars. Að lokum héldu nemendur á árshátíðarball grunnskóla Reykjanesbæjar í Stapa þar sem allir skemmtu sér konunglega.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla