15. desember 2023

Hátíðarmatur

Hátíðarmatur

Fimmtudaginn 14. desember var jólamatur í Akurskóla. Jólamaturinn í Akurskóla er mjög skemmtileg hefð sem bæði nemendur og starfsfólk bíða spennt eftir. Þá er matsalurinn settur í hátíðarbúning og lagt á borð fyrir nemendur, sem margir mættu prúðbúnir fyrir tilefnið, með servíettum og kertaljósi. Nemendum er svo þjónað til borðs af starfsfólki skólans sem bera fram hátíðarmat og svo fá allir ís í eftirrétt. Á matseðlinum í ár var kalkúnn með salvíusmjöri eða vegan Wellington, gljáðar kartöflur, eplasalat og heit sveppasósa. Jólamaturinn heppnaðist einstaklega vel í ár og nemendur og starfsfólk áttu ljúfa jólastund saman.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla