11. desember 2025

Hátíðarmatur

Hátíðarmatur

Þann 11. desember var hátíðarmatur í Akurskóla. Nemendur og starfsfólk eiga þá saman notalega stund í matsalnum. Matsalurinn er settur í hátíðarbúning og þjónar starfsfólk nemendum til borðs og setjast síðan og borða með þeim. Boðið var uppá kalkún, kartöflur og meðlæti. Í eftirrétt var ísblóm sem var beðið með mikilli eftirvæntingu. Þetta er skemmtileg hefð hjá okkur í Akurskóla og voru nemendur til fyrirmyndar. 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla