Heimsókn frá samtökunum 78
Í dag komu fulltrúar frá Samtökunum 78 í heimsókn í Akurskóla. Þau Ugla og Siggi fóru í alla bekki og spjölluðu við krakkana um hvað það er að vera hinsegin, fordóma og staðalímyndir. Nemendur Akurskóla voru að sjálfsögðu til fyrirmyndar á öllum fyrirlestrunum, spurðu áhugaverðra spurninga og voru ánægð með þær upplýsingar sem þeir fengu. Við þökkum Uglu og Sigga kærlega fyrir komuna og áhugaverða fræðslu.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.