30. mars 2023

Heimsókn sendiherra Póllands í Akurskóla

Heimsókn sendiherra Póllands í Akurskóla

Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands og sendiherrafrú auk s. Dorota Michna skólastjóra pólsku skólans í Reykjanesbæ komu og heimsóttu Akurskóla í dag. Þormóður Logi aðstoðarskólastjóri og Iga Maria nemandi tóku á móti þeim. Við ræddum um menntamál en Gerard er kennari og mjög áhugasamur og vel að sér í menntamálum. Auk þess ræddum við mikilvægi móðurmáls og tækifæri sem nemendur ættaðir frá Póllandi hafa til framhaldsnáms.

Við skrifuðum síðan undir samning við Sendiráð Lýðveldisins Póllands um að nemendur í Akurskóla geti fengið metið nám sitt við pólsku skóla sem er vottaður af sendiráðinu. Einn slíkur er starfræktur í Reykjanesbæ og ætlum við að auka samstarf við þann skóla næsta árið.

Vegna þessa geta nemendur á unglingastigi framvegis fengið það metið til vals að leggja stund á nám í pólsku. Það er okkur mikilvægt að allir nemendur fái vandaða kennslu á móðurmáli sínu og kappsmál að það sé metið eins og annað nám.

Akurskóli hlakkar til frekara samstarfs við sendiráðið og pólska skólans í Reykjanesbæ.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla