13. apríl 2015

HIV fræðsla

Í dag kom Einar Þór Jónsson framkvæmdarstjóri  HIV Ísland samtakanna og fræddi unglingana okkar í 9. og 10.bekk um alnæmi eða HIV á Íslandi. Einar byrjaði með stutta kynningu á félaginu HIV Ísland og sagði nemendum frá starfssemi þess. Síðan fræddi hann krakkana um HIV og alnæmi, hver munurinn er þar á og smitleiðir. Einar talaði mikið um forvarnir og um nauðsyn þess að sýna ábyrgð í eigin athöfnum og ekki síður virðingu gagnvart sjálfri/sjálfum sér og öðrum.

Nemendur tóku vel á móti þessum fyrirlestri, spurðu margra spurninga og góðar umræður mynduðust. Við þökkum Einar kærlega fyrir góða heimsókn.

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla