Hvatningarverðlaun
Í dag, miðvikudaginn 12. júní, voru hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar afhent við hátíðlega athöfn í Duus-húsum.
Að þessu sinni fengu tveir aðilar tengdir Akurskóla tilnefninu. Það var Ragna Finnsdóttir kennari og Akurskjól, frístundaskóli Akurskóla.Við óskum þessum aðilum innilega til hamingju með þennan heiður.
Um Rögnu segir:
Ragna er framúrskarandi, traust, metnaðarfull og fagleg í öllu starfi sínu. Hún er einnig mjög góð í samskiptum við nemendur sína, kemur fram við þá af virðingu og hvetur þá til dáða með góðum árangri auk þess sem hún á mjög góð samskipti við foreldra.
Um Akurskjól segir:
Í Akurskjóli er unnið skipulagt, metnaðarfullt og fjölbreytt starf þar sem hver og einn nemandi fær að blómstra á sínum eigin forsendum við leik og störf.
Ragna og Birna við afhendinguna í Duus-húsum.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.