Jólaföndur FFA
Mikil jólagleði var á jólaföndri FFA
Jólaföndur FFA var haldið síðasta föstudag á sal skólans þar sem nemendur skólans mættu með foreldrum sínum og systkinum til að föndra jólakraut, hlusta á jólatónlist og narta í smákökur. Mætingin var framar vonum en um 170 manns mættu að föndra og hafa það notalegt saman.
Boðið var til sölu á vægu verði mismunandi föndur sem stjórn foreldrafélagsins hafði sett saman í poka en föndrarar þurftu að koma með skæri, liti, lím, nál og tvinna.
Vonandi var þetta byrjunin á yndislegri jólahefð í Akurskóla.
Takk fyrir samveruna.
Stjórn FFA

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.