20. nóvember 2014

Jólaföndur foreldrafélags Akurskóla

Jólaföndur foreldrafélags Akurskóla
Við minnum á jólaföndrið á morgun, föstudaginn 21. nóv frá kl 17-19
 
 
Þá er komið að því að við ætlum að föndra saman eins og þegar við vorum lítil. Allir árgangar skólans og foreldrar hittast saman og verður það í Akurskóla föstudaginn í næstu viku, þann 21. nóvember  kl.17-19. Foreldrafélagið verður með til sölu jólaföndurpakka og munu þeir kosta frá 100kr – 400kr pakkinn. Við minnum á að við tökum ekki kort. 
 
Það sem þið þurfið að koma með er, skæri, límstifti, liti (tússliti, tréliti, vaxliti), nál, tvinna og títuprjóna. Við munum bjóða upp á kaffi og er ykkur velkomið að koma með aðra drykki og jólasmákökur með ykkur. 
 
Höfum gaman saman að föndra, hlusta á jólalög og gæða okkur á góðu kaffi og smákökum. 
 
Mjög góð aðsókn var í fyrra og vonum við að enn fleiri sjái sér fært að mæta núna.
 
Munið bara hvað þetta var gaman þegar við vorum lítil. 
 
Gleðilega aðventu
 
Stjórn foreldrafélagsins
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla