Jólahátíð 17. desember og jólafrí

Föstudaginn 17. desember er jólahátíð Akurskóla. Nemendur mæta í heimastofu kl. 10.00 og eiga notalega stund saman. Nemendur mega koma með smákökur eða annað bakkelsi og drykk (ekki orkudrykki). Við hvetjum alla til að koma snyrtilega klædd og að sjálfsögðu í jólaskapi. Nemendur fara heim um kl. 11.00 og eru þá komnir í jólafrí. Frístundaskólinn er lokaður þennan dag.
Skólinn hefst á nýju ári þann 4. janúar samkvæmt stundaskrá.
Starfsfólk Akurskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum góðar stundir og samstarfið á árinu sem er að líða.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.