13. desember 2023

Jólahurðakeppni Akurskóla 2023

Jólahurðakeppni Akurskóla 2023

Á aðventunni ár hvert er jólahurðakeppni í Akurskóla. Leggja nemendur mikinn metnað í hurðirnar og eru þær hver annarri glæsilegri. Reglurnar í ár voru þær að kennarar mættu bara taka þátt í hugmyndavinnunni en ekki framkvæmdinni og að einungis mætti skreyta hurðina sjálfa en ekkert í kring um hana. Fengnir voru utanaðkomandi dómarar til að taka út hurðirnar og í ár voru það Birna Ósk Óskarsdóttir og Elísabet Kjartansdóttir deildarstjórar í Stapaskóla, Kristín Þóra Möller, formaður foreldrafélags Akurskóla og Hermann Borgar Jakobsson, fyrrum nemandi Akurskóla. Úrslit voru gerð kunn föstudaginn 8. desember. Keppninni var skipt í þrennt, yngsta stig, miðstig og unglingastig. Á yngsta stigi voru sigurvegarar 3. bekkur, á miðstigi sigruðu 5. bekkur og á unglingastigi var 10. bekkur hlutskarpastur. Í ferðlaun fengu árgangarnir viðurkenningarskjal og piparkökur.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla