1. september 2022

Kennslukynningar í Akurskóla

Kennslukynningar í Akurskóla

Í næstu og þarnæstu viku verða kennslukynningar fyrir foreldra í Akurskóla.

Meðal þess sem verður farið í er námsmat og námskrár í Mentor, kennslufyrirkomulag á hverju stigi ásamt ýmsu öðru sem tengist hverju stigi svo sem skipulag frímínútna, fjölval, skólaferðalög og uppbyggingarstefnuna. Við hvetjum foreldra til að mæta og miðað er við að hver fundur taki ekki meira en rúmlega einn klukkutíma.

Allir fundirnir hefjast á sal skólans en umsjónarkennarar bjóða svo foreldrum inn í rými árgangsins.

1. – 4. bekkur miðvikudagur 7. september kl. 18:00

5. – 7. bekkur þriðjudagur 6. september kl. 18:00

8. – 10. bekkur þriðjudagur 13. september kl. 18:00

Hlökkum til að sjá sem flesta á fundunum.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla