22. apríl 2014

Keppni í heimilisfræði

Fyrir páska var keppni í valhópum í heimilisfræði. Keppnin gekk út á það að nemendur máttu velja sér uppskrift og koma með í skólann. Síðan voru utanaðkomandi dómarar sem völdu sigurvegarana. Sigur í fyrri hópnum voru Tanja Sædal og Alexandra Ósk en þær bökuðu páskamuffins sem voru mjög flottar og bragðgóðar. Í seinni hópnum unnu Sara Lilja, Laura Toft og Freydís Sonja en þær bökuðu oreo kökur sem voru mjög bragðgóðar. Þetta tókst mjög vel og stóðu nemendur sig vel.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla