Kirkjuheimsókn

Í Akurskóla er nóg að gera á aðventunni. Hefðbundið skólastarf er brotið upp með upplestri rithöfunda, jólaföndri og hátíðarmat þar sem starfsfólk skólans þjónar til borðs.
Sú hefð er hjá okkur að fara með nemendur í Njarðvíkurkirkju á aðventunni. Þann 10 desember fóru nemendur í kirkjuheimsókn og Séra Baldur sagði nemendum sögu þar sem hann fór inn á þakklæti, umhyggju, kærleikann og að lifa í núinu. Einnig voru sungin jólalög og þökkum við séra Baldri kærlega fyrir yndislegar móttökur. Hægt er að sjá myndir frá kirkjuferðinni í myndasafni skólans.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.