25. nóvember 2024

Kosningar í Akurskóla - Akurinn

Kosningar í Akurskóla - Akurinn

Nemendur á unglingastigi hafa síðustu vikur verið að læra um lýðræðisleg vinnubrögð. Byrjað var á að fjalla um kosningar og kosningakerfið í Bandaríkjunum. Að því loknu var íslenska kerfið kynnt og nemendur fengu það verkefni að búa til stjórnmálaflokk, setja fram stefnumál og að búa til kynningarefni. Í dag var uppgjör á því verkefni þar sem nemendur kynntu flokkana sína á sal fyrir öllu unglingastiginu og stóðu sig með prýði.  

Flokkarnir voru 17 talsins og öll með vönduð baráttumál en í kjölfar kynninganna var lýðræðisleg kosning og var listi xJ – Besta flokksins sem bar þar sigur úr býtum. Sá listi er skipaður Alexöndru Dís, Andra Guðjóni, Benediktu Ínu, Daða Frey og Lúkasi Liew.  

Þeirra helstu baráttumál eru betri göngustígar og að auka lýsingu á þeim, fjölga ruslatunnum á gangstígum, lengja helgarfrí með því að vera klukkutíma lengur í skólanum hvern dag til þess að geta fengið frí á föstudögum. Þá vilja þau hætta dönskukennslu og setja í staðinn fleiri valfög. Að lokum berjast þau fyrir því að auka framboð á íþróttum í Reykjanesbæ.  

Allir flokkar stóðu sig vel og erum við kennararnir virkilega stolt af þessum flottu nemendum.  

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla