30. apríl 2013

Kynningarfundur

 

Síðustu ár hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla í takt við nýja menntastefnu. Hér er um að ræða mikil tímamót í íslensku skólastarfi og mikilvægt að foreldrar kynni sér í hverju breytingarnar felast.

Heimili og skóli - landssamtök foreldra halda opinn kynningarfund á nýrri aðalnámskrá á sal Fjölbrautarskóla Suðurnesja þriðjudaginn 7. maí kl. 20. Farið verður m.a. stuttlega yfir nýja grunnþætti menntunar, þá hæfni sem skólinn á að senda nemendur með sem veganesti út í lífið, nýtt námsmat (í bókstöfunum A, B, C og D) og tengsl þess við hæfniþrep framhaldsskólans.

Markmiðið er að koma af stað umræðu meðal foreldra og leitast við að svara spurningum sem á ykkur brenna.

Fundurinn er fyrir foreldra á Reykjanesinu og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla