16. maí 2025

Leikgleði í Hljómahöll

Leikgleði í Hljómahöll

Gleði og söngur bergmálaði um alla Hljómahöll í dag þegar nemendur úr 1. og 2. bekk grunnskóla Reykjanesbæjar komu saman á lokahátíð verkefnisins Leikgleði. Hver skóli var með atriði og mátti sjá ótal hæfileikaríka nemendur stíga á svið. Nemendur Akurskóla sungu lagið Ég er sko vinur þinn úr kvikmyndinni Leikfangasaga. Fluttningurinn var glæsilegur og stóðu allir sig mjög vel.

Í lokin sungu allir saman Dropalagið.  Verkefnið Leikgleði sannaði enn og aftur mikilvægi skapandi starfs í skólasamfélaginu.

Verkefnið er sameiginlegt verkefni allra grunnskóla Reykjanesbæjar. Í þessu verkefni er lögð áhersla á leik og söng í kennslu. Ýmis verkefni hafa verið unnin í vetur tengt því.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla