7. nóvember 2014

Lestrarátak

Þessa dagana stendur yfir lestrarátak í 1.-3. bekk. Nemendur í 2.-3. bekk keppast við að lesa og þegar þau hafa lesið í 15 mín fá þau lítinn draug sem þau merkja og lita að vild og færa hann inn í draugahúsið sem er staðsett á ganginum fyrir neðan stigann. Foreldrar nemenda í 1. bekk lesa fyrir börnin sín og börnin kvitta fyrir lestri foreldra sinna. Fyrir hverjar 15 mín sem foreldrar lesa fær nemandinn draug sem hann færir inn í draugahúsið. Markmiðið er að fylla húsið af draugum fyrir föstudaginn 14. nóvember en þá lýkur lestrarátakinu formlega með uppskeruhátíð. 
 
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla