13. desember 2022

Líðan fundur

Líðan fundur

Í dag var haldinn líðan fundur með foreldrum barna í 1. bekk. Fyrir nokkru fréttum við af Líðan fundum í Skarshlíðarskóla og frábæra upplifun foreldra og skólans af þeim fundum. Okkur fannst þetta sniðug hugmynd og ákváðum að halda tilraunarfund hér til að sjá hvernig og hvort þetta nýttist foreldrum okkar barna.

Við erum einkar ánægð með hvernig til tókst. Megnið af nemendum áttu fulltrúa á fundinum og sköpuðust góðar umræður um hluti sem skipta máli. Öllum gafst tækifæri á að hitta foreldra samnemenda barna sinna og heyra hvernig gengur með hin ýmsu mál.

Við höfum ákveðið að halda annan líðan fund hjá 1. bekk á nýju ári  þegar líða fer að sumri og athuga áhuga hjá fleiri árgöngum með slíka fundi.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla