8. febrúar 2022

Lifandi danspartý - Stofupartý

Lifandi danspartý - Stofupartý

Foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ ásamt FFGÍR hafa skipulagt viðburð til þess að gefa starfsfólki grunnskóla og nemendum tækifæri til að gleyma sér í söng, dans og gleði fimmtudaginn 10. febrúar kl. 10:00. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór að halda tónleika fyrir starfsfólk og nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar. Tónleikunum verður streymt frá Hljómahöll og þannig hægt að bjóða upp á frábæra skemmtun í hverri kennslustofu fyrir sig. Nemendur Akurskóla mega koma með sparinesti þennan dag. Nánari upplýsingar um það koma í tölvupósti frá umsjónarkennurum. 

Markmiðið er að koma inn með smá gleði, dansa og syngja saman í gegnum vonandi síðustu metra Covid faraldursins með því að bjóða upp á skemmtilegan viðburð.

Smellið hér fyrir kynningarmyndbandið.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla