29. maí 2024

Lind - tilnefning til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla

Lind - tilnefning til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla

Lindin, sértækt námsúrræði í Akurskóla, hlaut í dag viðurkenningu Heimilis og skóla þar sem starfið og þróun Lindar var tilnefnt til Foreldraverðlauna samtakanna.

Lind er nýlegt námsúrræði í Reykjanesbæ í Akurskóla fyrir börn með einhverfu. Hún fór af stað fyrir þremur árum en hefur vaxið og dafnað þessi fyrstu ár og verður á næsta skólaári fullsetin með 10 nemendur.

Á þessu skólaári hefur Lindin gengið í gegnum miklar breytingar og nýtt og glæsilegt rými var opnað og vígt í Akurskóla fyrir nemendur Lindar í nóvember. Nemendafjöldi jókst úr 5 í 8 nemendur haustið 2023. Starfsfólk Lindar hefur náð miklum árangri með þá nemendur sem hafa notið þjónustu í námsúrræðinu á þessum fyrstu þremur árum deildarinnar. Nemendur sýna miklar framfarir bæði í námi og hegðun og það geislar af þeim hve vel þeim líður í Lindinni. Þar sannast best hvernig gott skólaumhverfi aðlagað að þörfum barna getur haft jákvæð áhrif á árangur. Og vinna fagfólks og stuðningsfulltrúa hefur líka allt að segja með þessa jákvæðu þróun sem við sjáum hjá nemendum. Í Lindinni starfa þroskaþjálfi, iðjuþjálfi, kennarar og stuðningsfulltrúar.

Nemendur fá þjálfun og kennslu í Lindinni en sækja allir, mismikið eftir getur og áhuga, tíma með sínum árgangi. Stefna Lindar er að nemendur fylgi sínum árgangi eins mikið og hægt er hverju sinni. Dæmi um tíma sem nemendur fylgja sínum jafnöldrum í er íþróttir og list- og verkgreinar. Nemendur fara líka í alla bóklega tíma eins og þeir treysta sér til og hafa úthald í en eiga alltaf möguleika á að fara til baka í rólegt umhverfi Lindar ef á þarf að halda.

Arnar Smárason deildarstjóri Lindar tók við viðurkenningarskjali í dag í Safnahúsinu.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla