3. nóvember 2025

Lindin hlaut styrk frá Blue Car Rental

Lindin hlaut styrk frá Blue Car Rental

Tuttugu og fimm aðilar, félög og góðgerðarsamtök fengu veglega styrki eftir Góðgerðarfest Blue Car Rental sem haldið var 18. október. Alls söfnuðust rúmar þrjátíu milljónir króna frá fyrirtækjum og einstaklingum samhliða Góðgerðarfestinu. Lindin við Akurskóla fékk styrk að upphæð 1.150.000 krónur.

Akurskóli þakkar eigendum Blue Car Rental kærlega fyrir veglegan styrk sem mun nýtast í frekari uppbyggingu í Lind.


Arnar Smárason deildarstjóri í Lind tók við styrknum fyrir hönd Akurskóla frá bræðrunum Magnúsi Þorsteinssyni og  Þorsteini Þorsteinssyni.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla