30. apríl 2013

Listaverk í leiðinni

Þessa dagana eru nemendur í Akurskóla önnum kafnir við gerð útilistaverks sem er veggskreyting unnin í leir og samansett af mörgum litlum verkum.
Verkin eru hengd á net og netið er síðan hengt á vegg fyrir gangandi vegfarendur við sjávarsíðuna.
Þema útilistaverksins er hafið í kringum okkur og það sem í því býr. Þarna má sjá fiska af ýmsum gerðum, hvali, krossfiska og skeljar svo eitthvað sé nefnt.
Þetta er samvinnu verkefni skólans og vinna nemendur saman að hugmyndavinnu til fullkláraðs listaverks.
Markmið verkefnisins er að nemendur fái innsýn í umhverfislist og læri að meta litríkt umhverfi og sköpun.

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla