11. maí 2023

Litla upplestrarkeppnin

Litla upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 4. maí var Litla upplestrarkeppnin haldin hátíðleg í Akurskóla. Undirbúningur hefst á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og eru það nemendur í 4. bekk sem eru þátttakendur. Keppnin er liður í undirbúningi fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem nemendur í 7. bekk taka þátt í ár hvert. Markmiðið með keppninni er að nemendur flytji íslenskt mál sjálfum sér og öðrum til ánægju og viðhafi vandvirkni að leiðarljósi við flutninginn. Nemendur keppa við sjálfan sig í að verða betri í upplestri og framkomu. Allir nemendur 4. bekkjar tóku þátt og stóðu sig eins og hetjur.

Nemendur í 3. bekk var boðið á keppnina til að sjá hvernig hún fer fram og þeir geta því hlakkað til næsta árs þegar þeir verða þátttakendur. Einnig var foreldrum boðið.

Nemendur stóðu sig mjög vel og voru til fyrirmyndar. Framtíðin er björt í Akurskóla

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla