Lokahátíð Stóru-upplestrarkeppninnar
Fimmtudaginn 9. mars fór fram lokahátíð Stóru-upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ. Hátíðin var að þessu sinni haldin í Hljómahöll, Stapa. Fulltrúar Akurskóla voru þau Arna Dís Emilsdóttir og Orri Guðjónsson en keppendur voru 14 frá sjö skólum.
Báðir fulltrúar Akurskóla stóðu sig mjög vel og voru klárlega sigurvegarar að okkar mati. Bæði hafa tekið gríðarlegum framförum og flutningur þeirra í keppninni var til fyrirmyndar.
Að þessu sinni hreppti fulltrúi Njarðvíkurskóla 1. sætið og óskum við öllum verðlaunahöfum til hamingju.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.