Lúsin er ennþá í Akurskóla

Lúsin hefur gert sig heimakomna í Akurskóla og svo er komið að hún hefur látið sjá sig í svo til öllum árgöngum. Allir nemendur Akurskóla fá í dag lúsarmiða þar sem ætlast er til að foreldrar kembi börn sín og þau komi með miðann í skólann á mánudaginn. Þeir nemendur sem ekki koma með miða undirritaðan af foreldrum verða sendir heim.
Þeir nemendur sem voru ekki í dag fengu sent í tölvupósti blað vegna lúsarinnar.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.