2. mars 2015

Lúsin er í heimsókn

Lúsin er í heimsókn

Kæru foreldrar/forráðamenn

 

Það hafa komið upp 21 tilfelli af lús (sem er tilkynningarskylt til landlæknis) í Akurskóla á undanförnum vikum og er að breiðast hratt út um allan skólann. Því er NAUÐSYNLEGT  að allir foreldrar/forráðamenn taki höndum saman og KEMBI ÖLLUM BÖRNUM SÍNUM OG SJÁLFAN SIG og fari eftir viðeigandi ráðstöfunum til þess að við náum að uppræta þennan varg. Við sendum alla nemendur skólans heim með miða sem foreldrar þurfa að kvitta á, eftir að hafa kembt barninu sínu  og koma með miðann útfylltan í skólann á morgun.

Ef börnin eru ekki með miðann útfylltan þá verður hringt í foreldra sem verða að koma sækja börnin. Þess vegna biðjum við alla foreldra/forráðamenn að fara samviskulega  eftir þessu svo hægt sé að uppræta þenna varg

ATH lúsin fer í alla ef hún fær tækifæri til þess

 

Kveðja

Katrín , skólahjúkrunarfræðingur 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla