Matsferill - samræmd próf skólaárið 2025-26

Akurskóli mun taka virkan þátt í innleiðingu nýs matsferils sem nú er verið að koma á í grunnskólum landsins. Matsferillinn er nýtt námsmatskerfi sem byggir á reglubundinni vöktun námsframvindu nemenda og felur í sér fjölbreytt matstæki sem veita heildstæða mynd af stöðu og framförum í námi.
Frá og með skólaárinu 2025–2026 verða ný samræmd stöðu- og framvindupróf lögð fyrir í íslensku og stærðfræði í 4., 6. og 9. bekk. Prófin eru hluti af stærri heild sem miðar að því að bæta námsmat og tryggja að kennsla taki mið af þörfum hvers og eins nemanda.
Fagfólk í Akurskóla fagnar þessari þróun og telur að nýja matsferlið muni styrkja skólastarfið og styðja betur við nám og kennslu nemenda. Skólinn mun leggja fyrir þessi próf í samræmi við leiðbeiningar Mennta- og barnamálaráðuneytisins og Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og mun niðurstöður nýta til að efla kennslu og stuðning við nemendur.
Við hlökkum til að taka þátt í þessari mikilvægu breytingu og munum upplýsa foreldra og forráðamenn um framkvæmd og niðurstöður eftir því sem við á.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.