Morgunmatur 10. bekkur
Góður svefn og staðgóður morgunmatur er jafn mikilvægur á prófdögum sem aðra daga og var því ákveðið að bjóða 10.bekk í morgunmat á prófdögum samræmdra prófa. Krakkarnir mættu kl 8.10 og þeirra beið heitur hafragrautur, nýbökuð rúnstykki, álegg og ávextir. Góð mæting var og gaman að sjá hversu vel þetta lukkaðist.
Við í Akurskóla viljum þakka foreldrafélaginu, Sigurjónsbakarí og foreldrum sem komu í sjálfboðavinnu fyrir flott framtak.
Hrefna gjaldkeri foreldrafélagsins að afhenda styrkinn.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.