5. febrúar 2014

Naglasúpan

Undanfarið hafa nemendur í 3. bekk verið að vinna með söguna „Naglasúpan“ sem skrifuð er af Huginn Þór Grétarssyni. Þessi saga og eldri saga af „Naglasúpunni“ voru bornar saman og nemendur greindu mismuninn á þessum tveimur sögum ásamt því að vinna fjölbreytt lesskilningsverkefni upp úr sögunni. Mikið hefur verið rætt um alls konar súpur, grænmetissúpur, kjötsúpur, fiskisúpur og auðvitað naglasúpur og allir eiga sína uppáhaldssúpu. Einhverjir eru líka búnir að vera duglegir að elda súpur heima hjá sér og örfáir sett nagla út í. Þessu naglasúpuverkefni lauk svo á útikennslusvæðinu okkar þar sem elduð var súpa, en sumum fannst hún hið mesta lostæti á meðan aðrir töldu sig hafa bragðað betri súpu og eins og alltaf þá er smekkurinn misjafn. Endilega skoðið myndirnar sem fylgja þessari frétt. 

Hægt er að sjá myndir á myndasíðu undir naglasúpan 3. bekkur: http://www.akurskoli.is/myndasafnid/naglasupan-3.-bekkur/335/

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla