9. júní 2023

Námsmat og vitnisburður

Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla á megin tilgangur námsmats að veita nemendum tækifæri til að geta aflað sér leiðbeinandi upplýsinga um námið og hvernig nemendum tekst að ná markmiðum námsins. Með námsmati öflum við upplýsinga fyrir nemendur, forráðamenn, kennara, viðtökuskóla og skólayfirvöld um námsgengi sem hafa má að leiðarljósi þegar nemendur skipuleggja nám sitt. Nemendur og forráðamenn eru hvattir til þess að kynna sér bekkjarnámskrár og fræðast þar um hæfniviðmið námsmats.

Í Akurskóla leggjum við áherslu á reglulegt mat og að gefa nemendum og foreldrum góða yfirsýn yfir stöðu nemandans í hverri námsgrein með því að meta hæfniviðmið reglulega yfir skólaárið. Hægt er að fylgjast með framvindu náms á fjölskylduvef Mentors.

Nám í Akurskóla er metið út frá hæfni- og matsviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Við mat á hæfni eru fimm tákn notuð; Framúrskarandi, Hæfni náð, Á góðri leið, Þarfnast þjálfunar og Hæfni ekki náð. Námið er skipulagt út frá hæfniviðmiðunum sem á að kenna og meta samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla og matið fært inn í hæfnikort nemandans á Mentor jafnt og þétt yfir skólaárið. 

   

Námskrár og námsmat í 1. – 4. bekk

Í 1. - 4. bekk eru nemendur að vinna í námskrám fyrir yngsta stig í öllum fögum. Hæfni er metin með táknunum fimm og við lok skólaárs fá nemendur lokatákn í hverju fagi sem byggir á hæfnikorti þeirra. Í 4. bekk eru nemendur að klára hæfnikortin og þá notast kennarar einnig við matsviðmið Aðalnámskrár þegar nám er metið. Matsviðmiðin eru ólík hæfniviðmiðunum þar sem þau byggja á bókstöfum, A, B+, B, C+, C og D. Við lok 4. bekkjar fá nemendur bókstaf sem lokamat í öllum fögum.

Námskrár og námsmat í 5. – 7. bekk

Í 5. - 7. bekk eru nemendur að vinna í námskrám fyrir miðstig í öllum fögum. Hæfni er metin með táknunum fimm og við lok skólaárs fá nemendur lokatákn í hverju fagi sem byggir á hæfnikorti þeirra. Í 7. bekk eru nemendur að klára hæfnikortin og þá notast kennarar einnig við matsviðmið Aðalnámskrár þegar nám er metið. Matsviðmiðin eru ólík hæfniviðmiðunum þar sem þau byggja á bókstöfum, A, B+, B, C+, C og D. Við lok 7. bekkjar fá nemendur bókstaf sem lokamat í öllum fögum.

Námskrár og námsmat í 8. – 10. bekk

Í 8. - 10. bekk eru nemendur að vinna í námskrám fyrir unglingastig í öllum fögum. Hæfni er metin með táknunum fimm en á unglingastigi við lok hvers skólaárs fá nemendur bókstaf í öllum greinum, nema valgreinum. Í valgreinum fá nemendur Lokið eða Ólokið sem lokamat. Bókstafirnir sem gefnir eru eru; A, B+, B, C+, C og D. Í 8. og 9. bekk er hæfnikort nemandans notað til hliðsjónar þegar lokabókstafur er ákveðinn en í 10. bekk eru nemendur að klára hæfnikort og því notast kennarar einnig við matsviðmið Aðalnámskrár þegar nám er metið. Matsviðmiðin eru ólík hæfniviðmiðunum þar sem þau byggja á bókstöfunum en hæfniviðmiðin á táknunum fimm.

Námsmat er ekki eins hjá öllum námshópum og einstaklingum. Í umsagnarreit á vitnisburðarblaði kemur fram ef um frávik er að ræða. Námsgrein er einnig merkt með stjörnu ef nemandi víkur frá námsmarkmiðum árgangsins og er með aðlagað námsefni og mat. Stjörnumerktur vitnisburður merkir að nemandi nær ekki að tileinka sér námsmarkmið árgangsins og er þar af leiðandi í aðlöguðu námsefni þar sem stuðst er við aðlagaða námskrá.

Á vitnisburðarblaði sem nemendur fá að vori er einnig almenn umsögn kennara. Þar gefst kennara færi á að hrósa og benda á það sem betur má fara er varðar hegðun, sköpun og annað það sem almennt er og ekki sér tengt ákveðnu fagi.

Nemendur safna verkefnum í sýnimöppu (portfolio) á skólagöngu sinni. Miðað er við að á hverju skólaári er valið eitt eða fleiri verkefni til að bæta í möppuna. Mappan er geymd í skólanum þar til skólagöngu lýkur og fá nemendur hana afhenta við útskrift úr skólanum.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla