22. október 2014

Nemendaráð

Nemendaráð

Nemendaráð

Í Akurskóla er starfrækt nemendaráð sem skipað er nemendum í 8. - 10. bekk, nemendur velja sjálfir að vera í nemendaráði. Í byrjun skólaárs kýs nemendaráðið í stjórn og í henni sitja; formaður, varaformaður, gjaldkeri og ritari.

Hlutverk nemendaráðs er að skipuleggja og hafa yfirumsjón með félagslífi nemenda og gæta að hagsmunum og velferðarmálum þeirra. Formaður og varamaður eru  áheyrnafulltrúar nemenda í skólaráði. Einnig situr formaður ásamt varaformanni í ungmennaráði Reykjanesbæjar.

Stjórn nemendaráðs Akurskóla skólaárið 2014-2015

Alexandra Marín Sveinsdóttir formaður
Davíð Már Jóhannesson varaformaður 
Valdís Lind Valdimarsdóttir gjaldkeri
Perla Sóley Arinbjörnsdóttir ritari
 

Ýmsar nefndir

Skemmtinefnd

Skreytingarnefnd

Sjoppunefnd

Ritnefnd

DJ nefnd

Íþróttanefnd

Félagsstarf Akurskóla skólaárið 2014-2015 fyrir 8.-10.bekk

28. nóv – Brennómót á skólatíma

12. feb – Fjörheimakvöld

19. mar – Árshátíð Akurskóla

16. apr – Árshátíð grunnskólanna

Skíðaferð í Bláfjöll

 

Nemendaráð mun standa fyrir böllum fyrir yngri nemendur í skólanum. Þar sem farið verður í leiki, dansað og haft gaman. Áætlað er að halda eitt fyrir áramót og eitt eftir áramót fyrir 1.-2. bekkur saman og 3.-4. bekkur saman.

 

Sameiginlegir viðburðir eru haldnir hjá grunnskólum Reykjanesbæjar fyrir 5.-7.bekk. Frítt er inn á alla viðburðina en sælgæti og gos er til sölu í sjoppu.

·     14. október í Holtaskóla. 5. bekkur klukkan 17.00-18.30 og 6.-7. bekkur klukkan 19.00-20.30

·     13. nóvember í Heiðarskóla. 5 .bekkur klukkan 17.00-18.30 og 6.-7. bekkur klukkan 19.00-20.30.

·      3. desember í Háaleitisskóla. 5. bekkur klukkan 17.00-18.30 og 6.-7. bekkur klukkan 19.00-20.30.

·     22. janúar í Akurskóla. 5. bekkur klukkan 17.00-18.30 og 6.-7. bekkur klukkan 19.00-20.30.

·     11. mars í Njarðvíkurskóla. 5. bekkur klukkan 17.00-18.30 og 6.-7. bekkur klukkan 19.00-20.30.


Á skólaárinu eru haldin ýmis mót eða keppnir eins og brennómót og körfu- og fótboltamót. Akurskóli tekur einnig þátt í Skólahreysti.

 

Í Akurskóla er starfandi forvarnarklúbburinn Flott án fíknar fyrir nemendur í 8.-10.bekk

Flott án fíknar er verkefni sem tekur til þriggja þátta, neyslu tóbaks, áfengis og ólöglegra fíkniefna. Verkefnið byggist á samningsbundnu klúbbastarfi og viðburðadagskrá þar sem unglingar skemmta sér saman á heilbrigðan og uppbyggilegan hátt.

Hugmyndafræði klúbbsins Flott án fíknar snýst um að koma í veg fyrir að unglingar byrji að fikta við tóbak og áfengi og styrkja þá í þeirri ákvörðun. Markmiðið með klúbbastarfinu er að unglingum finnist eftirsóknarvert að eyða æskunni á heilbrigðan hátt og án tóbaks og vímuefna. Klúbbstjóri Flott án fíknar er Lovísa Hafsteinsdóttir.

 

 

Flott án fíknar hópurinn stendur fyrir ýmsum viðburðum á skólaárinu:

23. okt – Sundlaugapartý  

6. nóv – Kósý kvöld  

25. nóv – Bíó ferð

9. des – Kaffihúsa kvöld

16. des – Jóla-Bingó

14. jan – Stelpukvöld

29. jan – Strákakvöld

26. feb – Skemmtiferð til Reykjavíkur

5. mar – Óvænt kvöld

26. mar – Eggjaleit

13. maí – Grillpartý

29.-30. maí – Óvissuferð Flott án fíknar

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla