Nemendur í leiklistavali með leiksigra

Leiklistarvalið í Akurskóla undir stjórn Brynju Ýr Júlíusdóttur setti á svið leikverkið Frelsið eftir Flosa Einarsson og Gunnar Sturlu Hervarsson. Leiksýningar fyrir nemendur á miðstigi og unglingastigi voru á sal skólans í dag og í gær. Frelsið er söngleikur sem gerist í núinu með sterkar tengingar við Íslendingasögurnar þá sérstaklega baráttu Ara Fróða við Kölska.
Hópurinn skoðaði allskonar leikverk og ákváðu snemma að setja upp söngleik. Eftir að hafa farið yfir marga söngleiki voru allir sammála um að þau væru mest spennt Frelsinu. Nemendur æfðu verkið og sömdu sjálf dansa við lögin.
Nemendur í leiklistavali stóðu sig með mikilli prýði, verkið var frábært og sátu samnemendur hugfangnir og fylgdust með.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.