Nýjar bekkjarnámskrár birtar á heimasíðu Akurskóla

Við Akurskóla höfum nú birt nýjar og uppfærðar bekkjarnámskrár fyrir skólaárið 2025-2026. Námskrárnar byggja á endurskoðuðum hæfniviðmiðum Menntamálastofnunar og endurspegla áherslur okkar á markvissa og fjölbreytta kennslu.
Í námskránum má meðal annars finna:
- Skiptingu hæfniviðmiða hjá öllum árgöngum í öllum námsgreinum.
- Ítarlegar upplýsingar um Námsmat, kafla um hvernig námsmati er háttað í skólanum. Minnum líka á frekari upplýsingar hér!
- Nýjan kafla um Matsferil fyrir 4. – 10. bekk þar sem fjallað er um hvernig fylgst er með námi og framvindu nemenda.
- Upplýsingar um lestrarkennsluaðferðirnar PALS og Byrjendalæsi sem styðja við læsi og lesskilning frá fyrstu stigum.
- Yfirlit yfir kennslu í öllum námsgreinum þar sem fram kemur hvernig unnið er með hæfniviðmið og hvernig námsmati er háttað.
Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að kynna sér námskrárnar á heimasíðu skólans með því að smella hér!

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.