28. maí 2014

Nýr aðstoðarskólastjóri

Eins og flestum er kunnugt þá hefur Bryndís Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri Akurskóla verið ráðin skólastjóri Myllubakkaskóla. 

Í gær var gengið frá ráðningu Gróu Axelsdóttur í stöðu aðstoðarskólastjóra frá og með 1. ágúst 2014. Gróa hefur unnið vð Grunnskólann í Sandgerði síðan 2003 og verið deildarstjóri þar síðan 2008. Hún er með M.Ed. í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Við bjóðum hana velkomna í Akurskóla og hlökkum til að starfa með henni.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla