23. mars 2022

Nýtt skipulag á frímínútum í Akurskóla

Eftir áramót ákváðum við í Akurskóla að prufa nýtt skipulag á frímínútum í skólanum eftir að hafa heyrt af samskonar tilraun í öðrum skóla.

Hingað til hafa nemendur í 1. – 6. bekk farið allir út á sama tíma kl. 9:40 og dvalið saman í 20 mínútur úti þar sem stuðningsfulltrúar sjá um gæslu.

Við ákváðum að prufa að kennarar myndu sjá um útiveru nemenda á hverjum degi og gáfum hverju teymi leyfi til að velja tíma og skipulag sem hentaði þeim.

Í Akurskóla er mikil hefð fyrir útikennslu og því var þetta ekki mikil breyting fyrir kennarana okkar sem hafa sett útikennslu í stundatöflu í mörg ár.

Með nýja fyrirkomulaginu minnkum við líka þann fjölda nemenda sem er úti á sama tíma, nýtum útisvæðið okkar betur og fylgjumst betur með samskiptum nemenda sem leiðir af sér færri árekstra í frímínútum og dregur vonandi úr aðstæðum þar sem einelti getur þrifist.

Útiveran getur verið ýmis konar og teymin fara út með nemendur í alls konar hópum og bjóða upp á margskonar leiki eða útiveru eins og sjá má á myndinni.

Stuðningsfulltrúar sjá þá núna um nestistímann sem var áður í höndum kennara. Í þeim tíma gera stuðningsfulltrúar margt eins og að sýna nemendum Krakkafréttir Rúv, leyfa nemendum að lesa og lita eða búa til stuttmynd í iPad.

Um miðjan febrúar gerðum við könnun meðal kennara og stuðningsfulltrúa um hvernig þeim líkað þetta nýja fyrirkomulag og má segja að mikill meirihluti hafi verið ánægður með nýja fyrirkomulagið.

Við bíðum því spennt eftir betra veðri og vorinu og sjáum mikla möguleika með þessu skipulagi í framtíðinni.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla