22. febrúar 2023

Öskudagur

Öskudagur

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Akurskóla 22. Febrúar. Nemendur og starfsfólk mættu í hinum ýmsu búningum og var gaman að sjá fjölbreytnina í búningavali.

Nemendur í 1.-5. bekk fóru á milli stöðva og skemmtu sér konunglega.  Ýmislegt skemmtilegt var á stöðvunum eins og leikir í íþróttahúsinu, snakk og bíó, just dance, kubbar og margt fleira.

Nemendur í 6.-10. bekk tóku þátt í menntastríði en þá er nemendum blandað saman í hópa þvert á árganga. Keppt var í hinum ýmsu greinum eins og kahoot, fánagiski, vatna pongi, pönnukökubakstri, spurningakeppni og ýmislegt fleira. Sigurvegarar í keppninni voru rauða liðið og fá þau pizzuveislu eftir vetrarfrí.

Vel heppnaður dagur og mikil gleði hjá okkur í Akurskóla.

Fleiri myndir í myndasafni.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla