Öskudagurinn á enda
Í dag var mikið fjör og mikil gleði í tilefni öskudagsins. Nemendur byrjuðu daginn hjá umsjónarkennara og fóru 1.-5. bekkur í ýmsar stöðvar, s.s. öskupokagerð, grímugerð, skutlukeppni, spilastöð, dansstöð og fleira. Síðan var marserað í salnum, kötturinn sleginn úr tunnunni og fjörið hélt áfram. Dagskráin hjá nemendum í 6.-10. bekk var með breyttu sniði þennan öskudag og heppnaðist mjög vel. Þau voru sett í nokkra hópa, þar sem þau áttu að leysa þrautir saman og vann sigurvegarinn pizzuveislu. Nemendur fóru t.d í kappát, stærðfræðiþraut, landafræðiþraut, hópefli, spurningkeppni, að þekkja frægt fólk og fleira. Hægt er að skoða myndir a myndasíðunni hér til hliðar.
?

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.