Óvissuferð Flott án fíknar

Flott án fíknar klúbburinn í Akurskóla fór í tveggja daga óvissuferð föstudaginn 16.maí sl. Lagt var af stað frá Akurskóla kl.14 og keyrt út í Sandgerði í Fræðasetrið. Þar var tekið á móti hópnum og hann sendur í ratleik um svæðið. Eftir ratleikinn var keyrt í átt að Höfnum, stoppað var við brúnna og gengið á milli heimsálfa, það fannst mörgum nemendum mjög skrýtið. Þegar þarna er komið var farið að kólna pínulítið og því komin tími til að skella sér inn í Grindavík,en þar var sofið í grunnskólanum hjá henni Halldóru fyrrverandi aðstoðarskólastjóra Akurskóla. Um kvöldið var farið út að borða í Salthúsinu og eftir það var farið í sundlaugarpartý sem unglingarnir í Grindavík höfðu skipulagt fyrir Flott án fíknar hópinn. Eins og sjá má á myndunum var þetta vel heppnað partý og allir fóru sáttir heim. Dagurinn endaði svo á kvöldvöku þar sem farið var í leiki og borðað kvöldkaffi. Daginn eftir var svo lagt af stað til Reykjavíkur þar sem báturinn Eldey beið okkar til að fara með okkur út í Viðey. Út í eyju voru grillaðar pylsur, tekið í spil, skoppið í fjöruna og stuttmyndir gerðar. Eftir Viðeyjarferðina var farið upp í Egilshöll í Keilu. Í höllinni var mikið fjör og mikið hlegið. Að lokum var keyrt í Ikea þar sem öllum var boðið upp á ís með dýfu. Komið var heim um kl.19 á laugardagskvöldinu. Allir frekar þreyttir enda búið að vera mikið í gangi á löngum tíma.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.