10. janúar 2024

Ruslið fýkur út um allt

Ruslið fýkur út um allt

Í gær fauk stór svartur ruslapoki á skólalóðina. Nemendur í frímínútum leist ekkert á blikuna þar sem mikið rusl var að safnast í kringum skólann. Þau ákváðu því að nýta tækifærið og týna rusl í stóra svarta ruslapokann. Enda vildu þau ekki að ruslið myndi fjúka út á sjó. Þau höfðu einnig orð á því að þetta væri slæmt fyrir náttúruna og dýralíf.

Við erum einkar stolt af þessu sjálfsprottna átaki og voru nemendur sem eru í útiveru núna mætt upp á skrifstofu til að biðja um nýjan poka til að týna rusl í. Þar sem ýmislegt annað hefur fokið á skólalóðina í nótt.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla