20. september 2013

Samræmd próf

Samræmd próf

Nemendur í Akurskóla þreyta samræmd próf dagana 23.-27. september nk. Mikilvægt er að nemendur komi með hollt og gott nesti í prófin, fari snemma að sofa og séu úthvíldir því samræmd próf reyna á úthald eins og námsgetu. Einnig er mikilvægt að vera með góð skriffæri og strokleður.

Mánudagur 23. september frá klukkan 9-12

10. bekkur – íslenska

Foreldrafélag Akurskóla og  Akurskóli býður nemendum í 10. bekk upp á morgunmat í matsal frá klukkan 8-8:45.

Þriðjudagur 24. september frá klukkan 9-12

10. bekkur – enska

Foreldrafélag Akurskóla og  Akurskóli býður nemendum í 10. bekk upp á morgunmat í matsal frá klukkan 8-8:45.

Miðvikudagur 25. september frá klukkan 9-12

10. bekkur stærðfræði – muna að koma með vasareikni, reglustiku og gráðuboga.

Foreldrafélag Akurskóla og  Akurskóli býður nemendum í 10. bekk upp á morgunmat í matsal frá klukkan 8-8:45.

 

 

Fimmtudagur 26. september frá klukkan 8:10-11:20. Mikilvægt að borða morgunmat áður en komið er í skólann. Þeir nemendur sem eru í mataráskrift geta fengið sér hádegismat áður en þeir fara heim.

Nemendur í 4. og 7. bekk eiga að hafa með sér hollt og gott nesti sem þeir neyta í 20 mínútna nestispásu.

4. og 7. bekkur – íslenska

Föstudagur 27. september frá klukkan 8:10-11:20. Mikilvægt að borða morgunmat áður en komið er í skólann. Þeir nemendur sem eru í mataráskrift geta fengið sér hádegismat áður en þeir fara heim.

4.-7. bekkur  - stærðfræði – muna að koma með vasareikni og reglustiku (7. bekkur þarf að vera með gráðuboga).

Nemendur í 4. og 7. bekk fara heima að loknu prófi.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla