Samtal um einelti
Selma Björk Hermannsdóttir kom í heimsókn í skólann í morgun og sagði m.a. frá því hvernig hún kaus að takast á við eineltið sem hún varð fyrir og gefur nemendum góð ráð. En Selma Björk hefur kosið að svara hatri með ást eins og hún orðar það. Hún leggur áherslu á að finna til með þeim sem leggja í einelti og svara þeim með ást. Það afvopnar þann sem leggur í einelti og hann nær ekki því fram sem hann er að reyna.
Við minnum á að faðir Selmu, Hermann Jónsson verður með stuttan fyrirlestur í sal Akurskóla í kvöld, fimmtudaginn 3.apríl kl. 19:30. Fyrirlesturinn er í boði foreldrafélags Akurskóla og hann á erindi til allra og hvetjum við foreldra til þess að koma og hlusta á hann.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.