4. september 2025

Setning Ljósanætur 2025

Setning Ljósanætur 2025

Ljósanótt var sett við hátíðlega athöfn í Skrúðgarðinum í Keflavík fimmtudaginn 4. september. Þar var Ljósanæturfáninn dreginn að húni og sungið saman við undirspil. Að lokum komu bræðurnir í Væb og trylltu lýðinn. Nemendur í 3., 7. og 10. bekk voru viðstaddir hátíðina og skemmtu allir sér vel.

 

Af tilefni Ljósanætur þá flöggum við í Akurskóla Ljósanæturfánanum, Reykjanesbæjarfánanum og okkar eigin fána. Það voru þrír nemendur frá okkur sem drógu fánann að húni en það voru Bergur Leó Sigurþórsson formaður nemendafélagsins og nemandi í 10. bekk, Þorsteinn Ingi Hrafnsson nemandi í 6. bekk og Gréta Rós Guðmundsdóttir nemandi í 4. bekk.

Við óskum öllum gleðilegrar Ljósanætur.

Fleiri myndir væntanlegar.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla