8. október 2014

Sílaveiði hjá 4. bekk

Í síðustu viku fóru nemendur í 4. bekk í útikennslu í brjáluðu veðri, daginn fyrir samræmduprófin og við veiddum við síli til að ná okkur í lukkudýr fyrir samræmduprófin. 
Við bjuggum til heimatilbúnar sílagildrur úr gosflöskum. Við náðum því miður ekki fleirum en 3 sílum og voru þau skýrð Gulli, Dúbbi og Ronaldo. 
Þegar við komum til baka eftir veiðiferðina fengum við okkur heitt kakó í stofunni okkar á meðan fötin voru að þorna á ofnunum því við blotnuðum öll í gegn! Og í fyrradag bættust svo 16 ný síli við, sem hún Bergþóra veiddi um helgina. Þau eru öll með nöfn en við eigum eftir að fá að vita þau hjá henni.
 
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla