14. september 2023

Skóla- og kennslukynningar í Akurskóla

Skóla- og kennslukynningar í Akurskóla

Fjölmargir foreldrar mættu í þessari og síðustu viku á kennslukynningar í Akurskóla. Kennarar og starfsfólk hvers stigs höfðu undirbúið kynningu á því helsta sem einkennir skólastarf Akurskóla og almennt starfið í skólanum. Á yngsta stigi var sérstaklega fjallað um byrjendalæsi og á elsta stigi var Akurinn kynntur en Akurinn er þróunarverkefni í skólanum þar sem bóklegar greinar eru samþættar. Að loknum kynningum á sal höfðu foreldrar tækifæri á að fara með umsjónarkennurum í stofur barna sinna og ræða við kennara.

Við þökkum þeim fjölmörgu sem mættu.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla