20. mars 2024

Skóladagatal 2024-2025 hefur verið birt

Skóladagatal 2024-2025 hefur verið birt

Skóladagatal Akurskóla fyrir skólaárið 2024-2025 hefur verið birt og hægt er að nálgast það hér. Dagatalið er samþykkt af starfsfólki skólans og skólaráði og bíður samþykktar fræðsluráðs. 

Útskýring á skóladagatali fyrir skólaárið 2024-2025
Starfstími nemenda í grunnskóla er á hverju skólaári að lágmarki níu mánuðir og eiga skóladagar nemenda að vera eigi færri en 180. Fjöldi skóladaga nemenda er lögbundinn. Skóladagar nemenda eru á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní.

Útskýring á uppbrotsdögum, skertum skóladögum, starfsdögum og vetrarleyfi:
Uppbrotsdagar eru einstaka skóladagar þar sem stundatöflu nemenda er breytt verulega en upphaf og lok skóladags er því næst þau sömu. Uppbrotsdagar eru nýttir til óhefðbundins skólastarfs s.s. þemadaga og annara viðburða. Uppbrotsdagar geta mest orðið 10 dagar á skólaárinu. Í Akurskóla verða tíu uppbrotsdagar á skólaárinu 2024-2025 og eru þeir tilgreindir með gráum lit á skóladagatalinu. Frístundaheimilið Akurskjól er opið á uppbrotsdögum.

Skertir skóladagar nemenda teljast ekki til uppbrotsdaga og geta verið tíu talsins. Með skertum skóladögum er átt við daga þar sem skólastarf er skert og nemendur dvelja oft skemur í skólanum en stundatafla segir til um. Í Akurskóla verða tíu skertir skóladagar á skólaárinu 2024-2025 og eru þeir tilgreindir með grænum lit á skóladagatalinu.
Frístundaheimilið Akurskjól er opið á uppbrotsdögum nema á jólahátíð (20. desember), árshátíð (4. apríl) og skólaslitum (6. júní).

Vetrarleyfi Akurskóla eru tveir dagar að hausti og einn að vori. Vetrarleyfi er tilgreint með appelsínumgulum lit á dagatalinu. Engin kennsla er þessa daga og frístundaheimilið er lokað.

Starfsdagar eru fimm á starfstíma nemenda. Engin kennsla er þessa daga og frístundaheimilið er lokað. Þessa daga nýta starfsmenn til undirbúnings skólastarfsins og úrvinnslu. Starfsdagar er tilgreindir með gulum lit á skóladagatalinu.

Við gerð skóladagatala er reynt að dreifa uppbrotsdögum, skertum nemendadögum, vetrarleyfisdögum og starfsdögum á vikudagana yfir skólaárið.

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla