5. júní 2024

Skólaslit Akurskóla fóru fram þriðjudaginn 4. júní og miðvikudaginn 5. júní

Skólaslit Akurskóla fóru fram þriðjudaginn 4. júní og miðvikudaginn 5. júní

Nemendur í 10. bekk voru útskrifaðir 4. júní við hátíðlega athöfn. Nemendur og aðstandendur þeirra mættu í íþróttahúsið þar sem Emilía Rós Ólafsdóttir spilaði á píanó í upphafi athafnar.

Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri flutti ávarp og Ísak Máni Karlsson formaður nemendafélagsins flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Umsjónarkennararnir Fannar Sigurpálsson og Matthildur Bergþórsdóttir töluðu til nemenda, afhentu vitnisburð og Akurskólatrefilinn til minningar um veru nemenda í Akurskóla. Sigurbjörg afhenti svo hverjum og einum rós. Eftir athöfn var nemendum, aðstandendum og starfsmönnum boðið til veglegrar veislu á sal skólans sem starfsmenn skólans höfðu undirbúið.

Að venju voru veittar viðurkenningar við útskrift nemenda. Eftirfarandi nemendur hlutu viðurkenningar:

Alexandra Rós Þorkelsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur, bókina Maðurinn frá UMFN.

Ásta María Arnardóttir hlaut viðurkenningu fyrir mjög góðan námsárangur bókina Íslenskar þjóðsögur frá Eymundsson.

Benedikt Jón Línberg Ásgeirsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf í unglingadeildinni Klett nestisbox frá Kletti.

Gabríela Paszkowska hlaut viðurkenningu fyrir mjög góðan námsárangur bókina Spående völve Malene sölvsten frá Danska sendiráðið.

Ísak Máni Karlsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur og góð störf í þágu nemenda bókina Perlur frá Kölku.

Kristófer Máni Halldórsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf í unglingadeildinni Klett nestisbox frá Kletti.

Mariam Elsayed hlaut viðurkenningu í fyrir mjög góðan námsárangur, samviskusemi og þrautseigju bókina Vísindabókina frá Lionsklúbbnum í Njarðvík

Rakel Viktoría Sigmundsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir mjög góðan námsárangur bækurnar Húsið okkar brennur og Sagnir úr Reykjanesbæ frá Kölku og Akurskóla.

Sóley Guðjónsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir mjög góðan námsárangur og góð störf í þágu nemenda bókina Dýrin frá Lionsklúbbnum í Njarðvík

Thelma Lind Kolbeinsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir mjög góðan námsárangur bókina Vísindabókina frá Lionsklúbbnum Æsu.

Nemendur í 1. – 9. bekk mættu svo á skólaslit í íþróttahús Akurskóla kl. 9.00 miðvikudaginn 5. júní. Lovísa Mía Stefánsdóttir og Frida Rós Linnér fluttu tónlistaratriði á þverflautu og Vilhjálmur Dan spilaði tvö lög á saxafón.

Sigurbjörg skólastjóri flutti ávarp og sleit síðan skóla. Nemendur fóru svo með kennurum sínum í stofur þar sem umsjónarkennarar lásu upp hrósskjöl nemenda og afhentu vitnisburð.

Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og hlökkum til að sjá alla í haust.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla