24. ágúst 2023

Skóli settur í 19 sinn

Skóli settur í 19 sinn

Í dag var Akurskóli formlega settur fyrir skólaárið 2023 – 2024. Foreldrar og nemendur í 1. bekk voru viðstödd á sal skólans þar sem Akurskóli var settur í 19 sinn.

Sú hefð hefur skapast að setja skólann með 1. bekk ár hvert. Á meðan aðrir bekkir byrja á uppbrotsdegi með árgangi, fara foreldrar og nemendur 1. bekkjar á fund með umsjónarkennara og skólinn er svo formlega settur daginn eftir. Nemendur 1. bekkjar fá rós og myndir eru teknar af hópnum fyrsta skóladaginn.

Athöfnin var stutt en hátíðleg, enda stór stund þegar nemendur taka sýn fyrstu skref í grunnskóla.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla