18. nóvember 2025

Starfsáætlun Akurskóla komin á heimasíðuna

Starfsáætlun Akurskóla komin á heimasíðuna

Starfsáætlun Akurskóla fyrir skólaárið 2025–2026 hefur verið birt. Hún var samþykkt af skólaráði og staðfest í menntaráði Reykjanesbæjar. Í starfsáætluninni má finna ítarlega umfjöllun um kennslufræðilega sýn skólans og hvernig hún tengist menntastefnu Reykjanesbæjar ásamt öðrum hagnýtum atriðum.

Kennslufræðileg sýn Akurskóla byggir á gildunum virðing, gleði og velgengni. Í Akurskóla er nemandinn í forgrunni og lögð er áhersla á að mæta ólíkum þörfum allra nemenda. Jöfn tækifæri til náms eru grunnstoð í starfi skólans og kennarar vinna saman í teymum til að tryggja fjölbreytta og einstaklingsmiðaða kennslu. Uppbyggingarstefnan, Byrjendalæsi, fjölbreyttir kennsluhættir, útikennsla og jákvæð samskipti við foreldra eru lykiláherslur í skólastarfinu. Markmiðið er að efla sjálfstæði, ábyrgð og sjálfsaga nemenda, styðja við sterkar hliðar hvers og eins og skapa hvetjandi námsumhverfi þar sem allir fá áskoranir við hæfi.

Tenging við menntastefnu Reykjanesbæjar er skýr í kennslufræðilegri sýn Akurskóla. Meginmarkmið menntastefnunnar er að skapa öruggt og hvetjandi umhverfi þar sem börn og ungmenni fá að blómstra. Leiðarljós stefnunnar – Börnin mikilvægust, Kraftur fjölbreytileikans og Faglegt menntasamfélag – endurspeglast í áherslu skólans á einstaklingsmiðað nám, fjölbreytta kennsluhætti, sveigjanleika og öflugt samstarf allra sem að skólastarfinu koma. Sérstök áhersla er lögð á vellíðan, þátttöku, gagnrýna hugsun, sköpun og sjálfbærni. Stuðningsúrræði, teymiskennsla og einstaklingsmiðað nám tryggja að allir nemendur fái nám við hæfi og að fjölbreytileiki sé nýttur sem styrkleiki.

Starfsáætlun Akurskóla er aðgengileg á heimasíðu skólans og þar má finna nánari upplýsingar um skipulag, áherslur og daglegt skólastarf.

Þá er einnig hægt að nálgast starfsáætlun Lindarinnar – sértæks námsúrræðis hér.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla